Hleð......

Algengar spurningar

Hverjir geta sótt um styrki til Mannauðssjóðs SAMFLOTS ? Einunigs sveitarfélög og stofnanir þeirra geta sótt um styrki til sjóðsins sem eiga aðild að SAMFLOTI bæjarstarfsmannafélaga. Hægt er að sjá hvaða stéttarfélög eiga aðild að sjóðnum undir "um mannauðssjóð". Einungis sú stofnun sem fær úthlutað styrk fær greiddan styrk inn á reikning og kennitölu stofnunnar. Ekki er greitt inn á staka starfsmenn sem taka þátt í verkefni sem styrkt er til stofnunnar. Einungis er styrkt stofnun vegna þeirra starfsmanna sem eru í starfi þegar verkefni á sér stað. Umsjónarmaður umsóknar sér um að afla upplýsinga um stöðu umsóknar, ekki eru veittar upplýsingar til annarra en umsjónarmanns umsóknar.

Hvenær fær stofnunin greiddan styrkinn eftir að samningur, greinargerð og fylgigögn hafa borist sjóðnum til baka ?

Svar: Greiðslur styrkja að loknu verkefni >  samþykktir styrkir eru greiddir út til stofnanna um það bil þremur mánuðum eftir að reikningar og greinargerð hafa skilað sér til sjóðsins að verkefni loknu, eða eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.

Getur starfsmaður stofnunar sótt um í sjóðinn?

Svar: eingögnu sveitarfélög og stofnanir þeirra geta sótt um styrki til sjóðsins sem eiga aðild að SAMFLOTI bæjarstarfsmannafélaga. Hægt er að sjá hvaða stéttarfélög eiga aðild að sjóðnum undir "um mannauðssjóð".

Hvað er styrkurinn hár til Náms-og Kynnisferða erlendis ?

Svar: Styrkur til ferða erlendis getur hæst orðið 170,000,-

Upp