Hleð......

Breytingar á úthlutunarreglum

Úthlutunarreglur
1. Styrkfjárhæð
Veittir eru styrkir til náms- og kynnisferða innanlands sem utan. Styrkurinn nær yfir kostnað vegna flugs/hópaksturs, gistingar og námskostnaðar.
Reglur og styrkfjárhæðir eru endurskoðaðar af sjóðsstjórn árlega (eða oftar ef þarf) og skal taka mið af stöðu sjóðsins hverju sinni.
Hámarksstyrkur er 130.000 kr. á 3ja ára fresti.
2. Tíðni styrkveitinga
Hvert sveitarfélag/stofnun getur sótt um styrkveitingu fyrir starfstengdu námi á 3 ára fresti. Skiptir þá engu hvort um er að ræða ferð innanlands eða utan, námskeiðshald eða annað sem styrkhæft er.
Sé styrkur ekki fullnýttur má sjóðsstjórn víkja frá 3ja ára reglu. Námskeið innanlands.
Tekið er mið af tímasetningu/framkvæmdatíma síðustu styrkveitingar hvenær sveitarfélag/stofnun getur sótt um styrkveitingu að nýju.
3. Styrkhæf verkefni
Fræðsluverkefni sem falla undir markmið sjóðsins eru styrkhæf. Sjóðurinn veitir styrk eingöngu vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum og greitt hefur verið af til sjóðsins.
Ef sambærileg námskeið eru í boði innanlands er ferðakostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur ef námskeiðið er haldið erlendis.
Færa þarf skýr rök fyrir því að námskeið þurfi að fara fram erlendis.
4. Ferðir og dagskrá
Dagskrá í náms- og kynnisferðum skal vera 12 klst að lágmarki til að fullur styrkur fáist greiddur.
Dagskrá í náms og kynnisferðum innanlands má vera styttri en 12 klst og miðast styrkupphæð þá hlutfallslega við tímalengd. (6 klst = 50% af styrkupphæð)
Ferðatími telst aldrei til dagskrártíma. Launakostnaður telst aldrei til námskeiðskostnaðar.
Afgreiðsla umsókna og framkvæmd styrkveitinga
5. Umsóknir
Umsækjendur skulu fylla út þar til gert umsóknareyðublað þar sem kemur m.a. fram nákvæm lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um, skipulag verkefnisins, efnisinntak, áætluð framkvæmd, kostnaðaráætlun, aðrir styrkir og framlag umsækjanda. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu sjóðsins.
6. Frágangur umsókna
Vanda skal frágang umsókna, rökstyðja hvernig styrkurinn nýtist félagsmönnum í starfi og til starfsþróunar. Heimilt er stjórn að endursenda umsókn ef hún inniheldur ekki fullnægjandi upplýsingar um verkefnið.
7. Afgreiðsla umsókna
Stjórn sjóðsins fjallar um umsóknir og ákvarðar styrkveitingar úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins fundar a.m.k. annan hvern mánuð eða oftar samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar.
Styrkumsóknum, sem samþykktar eru, er svarað til þess ábyrgðaraðila sveitafélags/stofnunar sem er ábyrgur fyrir umsókn. Með svarskeyti fylgir Uppgjörseyðublað sem mikilvægt er að ábyrgðaraðili kynni sér mjög vel áður en framkvæmd verkefnis hefst.
8. Við mat á umsóknum
Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir séu til þess fallin að efla símenntun starfsmanna þeirra sem aðild eiga að sjóðnum og stuðla að markvissri starfsþróun þeirra sbr. markmið / hlutverk sjóðsins. Þegar veittur er styrkur úr sjóðnum skulu starfsmenn umsækjanda vera í starfi bæði þegar sótt er um og þegar styrkurinn er nýttur.
9. Greiðslur
Styrkir eru greiddir út í einu lagi samkvæmt framvísun þeirra gagna sem er kveðið á um í uppgjörseyðublaði því sem sent er með samþykki fyrir styrk.

Reglur þessar taka gildi þann 17. nóvember 2022.

 

Upp