Mannauðssjóður Samflots veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, svo sem vegna námskeiðs/starfs, náms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar samkvæmt samþykktum sjóðsins.
Aðild að sjóðnum eiga stofnafélagar og félagsmenn þeirra.
Upplýsingar um stjórn sjóðsins eru á heimasíðu sjóðsins. Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum veitir nánari upplýsingar um Mannauðssjóð Samflots í síma: 525 8327 á milli 10:00 og 16:00. Eða í gegnum netfangið mannaudssjodur@samflot.is
Sótt er um styrki á þar til gerðum eyðublöðum. Hægt er að prenta út umsóknareyðublað á heimasíðu sjóðsins undir flipanum eyðublöð.
Sjóðsstjórn heldur fundi að jafnaði þriðja hvern mánuð og er umsóknarfrestur: 15. febrúar, 15. maí, 15. ágúst, 15. nóvember. Umsóknir sem lagðar eru fyrir fund eru afgreiddar í lok viðkomandi mánaða. Sjóðsstjórn er heimilt að fresta/fella niður fundi ef svo ber undir.
Áður en umsókn er tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins þarf launagreiðandi að vera búinn að greiða í sjóðinn frá 1.3.2010. Einnig þurfa öll gögn að fylgja umsókn, sjá reglur sjóðsins undir flipanum eyðublöð.
Í aprílmánuði 2010 var undirritað samkomulag milli Launanefndar sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga um stofnun Mannauðssjóðs Samflots. Samkomulagið byggir á bókun 3 í kjarasamningi aðila frá 29. nóvember 2008.
Mannauðssjóði Samflots bæjarstarfsmannafélaga er ætlað að styrkja sveitarfélög í símenntunarmálum starfsmanna sinna eða eins og segir í 3. grein m.a; „Markmið sjóðsins er að stofna og reka sameiginlegan starfsmenntunarsjóð á grundvelli kjarasamnings Samflots bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga, sbr. bókun 3 í kjarasamningi aðila frá 1. des. 2008“, og í 4. grein segir; „Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til;
a) sveitarfélaga, stofnana og launagreiðenda sem greiða í sjóðinn,
b) aðildarfélaga Samflots og eftir atvikum annarra bæjarstarfsmannafélaga,
c) verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.
Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda“
Hverjir eiga aðild að sjóðnum?
Aðild að sjóðnum eiga félagsmenn aðildarfélaga Samflots og þau sveitar félög sem og aðrir aðilar sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð fyrir á félagssvæðum aðildarfélaga Samflots. Með samþykki stjórnar kunna aðrir viðsemjendur aðildarfélaga Samflots sem og félagsmenn annarra bæjar starfsmannafélaga að öðlast aðild að sjóðnum. Skilyrði fyrir úthlutun er að launagreiðendur standi í skilum við sjóðinn. Stofnfélagar eru: Samband íslenskra sveitarfélaga kt. 550269-4739, Borgartúni 30, 105 Reykjavík fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem hún hefur samningsumboð fyrir og eftirtalin aðildarfélög Samflots:
Í stjórn sjóðsins sitja:
Guðbjörn Arngrímsson. F.h. Samflots. Formaður-netfang mannaudssjodur@samflot.is
Karl Þórsson. F.h. Samflots.
Inga Rún Ólafsdóttir F.h. Sambands Íslenskra sveitarfélga.
Berglind Eva Ólafsdóttir. F.h. Sambands Íslenskra sveitarfélaga.