1. Styrkfjárhæð
Frá 24. desember 2023 var hætt að styrkja ferða og hótelkostnað vegna náms og kynnisferða.
Veittir eru styrkir til náms- og kynnisferða innanlands sem utan. Styrkurinn nær yfir kostnað vegna flugs/hópaksturs, gistingar og námskostnaðar.
Reglur og styrkfjárhæðir eru endurskoðaðar af sjóðsstjórn árlega (eða oftar ef þarf) og skal taka mið af stöðu sjóðsins hverju sinni.
Hámarksstyrkur er 170.000 kr. á 4ra ára fresti.
3. Styrkhæf verkefni
Fræðsluverkefni sem falla undir markmið sjóðsins eru styrkhæf. Sjóðurinn veitir styrk eingöngu vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum og greitt hefur verið af til sjóðsins.
4. Umsóknir
Umsækjendur skulu fylla út þar til gert umsóknareyðublað þar sem kemur m.a. fram nákvæm lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um, skipulag verkefnisins, efnisinntak, áætluð framkvæmd, kostnaðaráætlun, aðrir styrkir og framlag umsækjanda. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu sjóðsins.
5. Frágangur umsókna
Vanda skal frágang umsókna, rökstyðja hvernig styrkurinn nýtist félagsmönnum í starfi og til starfsþróunar. Heimilt er stjórn að endursenda umsókn ef hún inniheldur ekki fullnægjandi upplýsingar um verkefnið.
6. Afgreiðsla umsókna
Stjórn sjóðsins fjallar um umsóknir og ákvarðar styrkveitingar úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins fundar a.m.k. annan hvern mánuð eða oftar samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar.
Styrkumsóknum, sem samþykktar eru, er svarað til þess ábyrgðaraðila sveitafélags/stofnunar sem er ábyrgur fyrir umsókn. Með svarskeyti fylgir Uppgjörseyðublað sem mikilvægt er að ábyrgðaraðili kynni sér mjög vel áður en framkvæmd verkefnis hefst.
7. Við mat á umsóknum
Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir séu til þess fallin að efla símenntun starfsmanna þeirra sem aðild eiga að sjóðnum og stuðla að markvissri starfsþróun þeirra sbr. markmið / hlutverk sjóðsins. Þegar veittur er styrkur úr sjóðnum skulu starfsmenn umsækjanda vera í starfi bæði þegar sótt er um og þegar styrkurinn er nýttur.
9. Greiðslur
Styrkir eru greiddir út í einu lagi samkvæmt framvísun þeirra gagna sem er kveðið á um í uppgjörseyðublaði því sem sent er með samþykki fyrir styrk.
Reglur þessar tóku gildi þann 24. desember 2023.
Algengar spurningar
Hverjir geta sótt um styrki til Mannauðssjóðs SAMFLOTS ? Einunigs sveitarfélög og stofnanir þeirra geta sótt um styrki til sjóðsins sem eiga aðild að SAMFLOTI bæjarstarfsmannafélaga. Hægt er að sjá hvaða stéttarfélög eiga aðild að sjóðnum undir "um mannauðssjóð". Einungis sú stofnun sem fær úthlutað styrk fær greiddan styrk inn á reikning og kennitölu stofnunnar. Ekki er greitt inn á staka starfsmenn sem taka þátt í verkefni sem styrkt er til stofnunnar. Einungis er styrkt stofnun vegna þeirra starfsmanna sem eru í starfi þegar verkefni á sér stað. Umsjónarmaður umsóknar sér um að afla upplýsinga um stöðu umsóknar, ekki eru veittar upplýsingar til annarra en umsjónarmanns umsóknar.
Hvenær fær stofnunin greiddan styrkinn eftir að samningur, greinargerð og fylgigögn hafa borist sjóðnum til baka ?
Svar: Greiðslur styrkja að loknu verkefni > samþykktir styrkir eru greiddir út til stofnanna um það bil þremur mánuðum eftir að reikningar og greinargerð hafa skilað sér til sjóðsins að verkefni loknu, eða eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.
Getur starfsmaður stofnunar sótt um í sjóðinn?
Svar: eingögnu sveitarfélög og stofnanir þeirra geta sótt um styrki til sjóðsins sem eiga aðild að SAMFLOTI bæjarstarfsmannafélaga. Hægt er að sjá hvaða stéttarfélög eiga aðild að sjóðnum undir "um mannauðssjóð".