Hleð......

Mannauðsjóður hækkar styrki til sveitarfélaga og stofnana

Stjórn Mannauðssjóðs Samflots hafa samþykkt að hækka hámark styrkja til sveitarfélaga og stofnanna þeirra vegna náms-og kynnisferða úr 130.000 - í 170.000.- fyrir hvern starfsmann. Jafnframt verður árum á milli slíkra verkefna fjölgað úr þremur í fjögur, þ.e. styrkir til náms-og kynnisferða verða veittir á fjögurra ára fresti. Þessi hækkun er afturvirk til 1. janúar 2023.

Þá vill stjórnin vekja athygli á að náms-og kynnisferðir eru ekki styrktar með einstaklingsstyrkjum heldur eingöngu með styrkjum úr Sveitarfélaga- og stofnanadeild gagnvart útlögðum kostnaði sveitarfélaga og stofnanna þeirra. Umsækjendur um styrk eru því alltaf sveitarfélögin sjálf eða stofnanir þeirra.

Jafnframt vil stjórn sjóðsins beina því til sveitarfélaga og stofnanna þeirra að gæta hófs og skipuleggja slík verkefni með eins hagkvæmum hætti og hægt er. Þá er því einnig beint til sömu aðila að taka þátt í því að kosta þessi verkefni og ekki varpa því sem upp á vantar í fjármögnun alfarið á almenna starfsmenn sína.

Upp