Samþykktir Mannauðssjóðsins Heklu
Nafn sjóðsins og grundvöllur
Sjóðurinn heitir Mannauðssjóðurinn Hekla. Sjóðurinn starfar á grundvelli kjarasamnings Sambands íslenska sveitarfélaga og eftirtalinna stéttarfélaga:
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu
Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Starfsmannafélag Garðabæjar
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Suðurnesja
Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar
Tilgangur og hlutverk
Tilgangur Mannauðssjóðsins Heklu er að reka Mannauðssetur sbr. bókun 3 [2024] Mannauðsjóður og mannauðssetur í kjarasamning aðila sbr. 1. gr. En það er gert með því að stuðla að framgangi starfsfólks og framþróun sveitarfélaga og stofnana þeim tengdum með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn leggur áherslu á að starfsfólk stofnana sem aðild eiga að honum hafi tækifæri til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, með því að þróa færni sína og viðhalda verðgildi sínu á vinnumarkaði.
Mannauðssetur sinnir hlutverki sínu meðal annars með því að veita styrki til fræðsluverkefna til sveitarfélaga og stofnanna þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun og þróun mannauðs. Auk þess að gera tillögur um fræðslu, taka þátt í samtali um hugmyndir og vera stefnumótandi. Mannauðssetur veitir stuðning og skipuleggur fræðslu til stofnana um t.d. skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana ásamt samstarfi við tengda fræðsluaðila.
Réttur til að sækja um styrki
Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til:
Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda.
Aðild
Ofanrituð stéttarfélög og þau sveitarfélög og aðrir aðilar sem samið hafa um iðgjald til sjóðsins eiga aðild að honum samkvæmt kjarasamningum á hverjum tíma.
Skipan og starfshættir stjórnar
Stjórn sjóðsins skal skipuð sex fulltrúum, þ.e. þremur fulltrúum stéttarfélaga og þremur fulltrúum vinnuveitenda, þar af a.m.k. einum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í þrjú ár í senn. Varamenn í stjórn skulu vera fjórir, tveir frá hvorum aðila og skulu þeir boðaðir á alla stjórnarfundi. Stjórn skiptir með sér verkum og ákveður með hvaða hætti formennska í stjórn skiptist á milli fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélag annars vegar og fulltrúa stéttarfélag hins vegar.
Stjórnin skal setja sér starfsreglur og verklagsreglur um mat á umsóknum og verkefnum
Í upphafi hvers árs heldur stjórn ársfund þar sem farið er yfir árangur liðins árs og ársskýrsla og reikningar sjóðsins skulu kynnt hlutaðeigandi eigendum. Leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
Firmaritun sjóðsins er í höndum allrar stjórnar sameiginlega.
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Uppsetning ársreiknings og endurskoðun skal gerð af löggiltum endurskoðanda.
Starfsfólk og aðsetur
Stjórn skal ráða starfsfólk Mannauðssjóðs Heklu og Mannauðsseturs eftir umfang starfsins sem stýrir daglegu starfi og sér um framkvæmd ákvarðana stjórnar. Aðsetur Mannauðssjóðs er að Skipagötu 14, 600 Akureyri nema stjórn ákveði annað.
Fjármál og tekjur
Tekjur sjóðsins eru:
Framlag launagreiðanda skal greitt fyrir 20. hvers mánaðar inn á reikning sjóðsins í þeirri fjármálastofnun sem stjórn sjóðsins ákveður.
Ef rekstrarafgangur er af starfsemi sjóðsins skal verja honum síðar í þágu sjóðsins, þ.e. til styrkúthlutana.
Fjármunir sjóðsins verða ávaxtaðir á þann hátt sem sjóðstjórn telur hagkvæmast á hverjum tíma. Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við aðra aðila um að sjá um daglega umsýslu hans þar á meðal bókhald.
Samstarf við aðra aðila
Mannauðssjóður getur átt í samstarf við aðra aðila og gert við þá samninga til lengri eða skemmri tíma til að vinna að tilgangi og hlutverkum sjóðsins.
Breytingar á samþykktum sjóðsins
Samþykktum sjóðsins verður aðeins breytt með samþykki aðila samkvæmt 1. gr.
Slit sjóðsins
Komi til ákvörðunar um slit sjóðsins þarf slíkt að eiga sér stað við gerð kjarasamnings stofnaðila. Verði starfsemi sjóðsins lögð niður skal eignum ráðstafað í samræmi við markmið hans.
Rafræn undirritun, 8. nóvember 2024
F.h. Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, (FOSA) Hrefna Björnsdóttir
F.h. FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu (FOSS) Árný Erla Bjarnadóttir
F.h. Kjalar stéttarfélags starfsmanna almannaþjónustu Arna Jakobína Björnsdóttir
F.h. SAMEYKIS stéttarfélags almannaþjónustu, Ingibjörg Sif Sigríðardóttir
F.h. Starfsmannafélag Húsavíkur, (S.T.H.) Hermína Hreiðarsdóttir
F.h. Starfsmannafélags Garðabæjar, (STAG) Gunnar Hrafn Richardson
F.h. Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, (STH) Karl Rúnar Þórsson
F.h. Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, (STAMOS) Edda R. Davíðsdóttir
F.h. Starfsmannafélags Suðurnesja, (STFS) Trausti Björgvinsson
F.h. Starfsmannafélags Vestmannaeyja, (STAVEY) Unnur Sigmarsdóttir
F.h. Starfsmannafélags Kópavogs, (SfK) Marta Ólöf Jónsdóttir
F.h. Samband Íslenskra sveitarfélag Inga Rún Ólafsdóttir